Tropical skyr skálar

Í tilefni þess að vorið er á næsta leyti þá er hér uppskrift sem Linda Ben gerði fyrir okkur, sumarlegt og frískandi færsla. 🙂

Hráefni:
1 ananas

2 mangó skyrdósir

1,5 dl fersk bláber

2 msk kókosflögur

Nokkur lauf af ferskri myntu

 

Aðferð: 

  1. Skerið ananasinn í tvennt, toppinn líka.
  2. Skerið skál ofan í ananasinn, passið að gata ekki börkinn, skerið ávöxtinn í lengjur og losið ávöxtinn frá börkinum með skeið. Kjarnhreinsið ávöxtinn.
  3. Setið 2/3 af ávextinum í matvinnsluvél ásamt mangó skyrinu og blandið saman. Hellið blöndunni ofan í tilbúnu ananas skálarnar.
  4. Skreytið skálarnar með ferskum bláberjum, kókosflögum og ferkri myntu.

Myndir og uppskrift: Linda Ben, http://lindaben.is/recipes/tropical-skyr-skalar/