Þessi þriggja laga jólamarengs með kókosbollurjóma er fullkominn jóladesert og ekki skemmir hvað hún er falleg fyrir augað 🙂

Uppskrift og myndir gerði hún Berglind hjá Gulur Rauður Grænn & salt fyrir okkur https://grgs.is/recipe/jolamarengs-med-kokosbollurjomafyllingu/

Rice Krispies Margens 

Það sem þarf: 

6-7 eggja hvítur

200 g sykur

2 bollar Rice Krispies

Aðferð: 

  1. Þeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið í 5 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn stífur.
  2. Hrærið Rice Krispies varlega saman við með sleif.
  3. Tekið 3 mismunandi stóra hringi á smjörpappír. Stór sem fer neðst, minni og svo minnsti botninn sem fer efst.
  4. Látið í 130°C heitan ofn í 90 mínútur.

Kókosbollurjómafylling

Það sem þarf:

1 ltr. 36% rjómi frá Örnu

6 kókosbollur

3 daim, söxuð smátt

1/2 kg jarðarber

Aðferð: 

  1. Þeytið rjómann og skerið jarðarberin niður.
  2. Blandið rjóma, jarðarberjum, kókosbollum og daim saman í skál.

Samsetning:

  1. Setjið stærsta botninn á kökudisk og látið kókosbollurjómann yfir og endurtakið með hina botnana.
  2. Skreytið með berjum, myntulaufum og stráið flórsykri yfir allt.