Súkkulaði- og bananakaka

Grísku jógúrtinni okkar með súkkulaði og kaffi bragði er ekki bara dásamlega bragðgóð ein og sér heldur er hún frábær viðbót í kökubaksturinn. Linda Ben setti saman þessa girnilegu uppskrift af súkkulaði-banana köku með skemmtilegri útgáfu af súkkulaði kremi og notaði þessa jógúrt bæði í kökuna og kremið.

Ath, í þessari uppskrift er hægt að nota ýmist smjörlíki eða smjör, fyrir áhugasama þá er einföld uppskrift af heimagerðu, laktósafríu smjöri hér: https://arna.is/laktosafritt-smjor/

Hráefni:

Kakan:

4 vel þroskaðir bananar

60 g smjörlíki

2 tsk vanilludropar

100 g sykur

190 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

2 msk kakó

200 ml kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu (heil dós)

Krem:

200 g smjörlíki

300 g flórsykur

2 msk kakó

100 ml kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu (hálf dós)

 

Aðferð: 

 1. Byrjið á því að bræða smjörlíkið/smjörið og leyfið því að kólna örlítið niður aftur.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 3. Setjið banana í hrærivélina og hrærið þá vel saman þangað til þeir eru alveg maukaðir.
 4. Bætið út í skálina eggi og vanilludropum, blandið saman.
 5. Bætið út í skálina sykri, hveiti, salti, matarsóda og kakó, blandið varlega saman.
 6. Bætið svo gríska jógúrtinu saman við.
 7. Takið 20×20 cm form (eða álíka) og smyrjið það vel, hellið deiginu í formið og bakið í um það bil 40 mín eða þangað til kakan er bökuð í gegn.
 8. Kælið kökuna og útbúið kremið á meðan.
 9. Hrærið smjörlíkið mjög vel þangað til það er orðið létt og loftmikið.
 10. Bætið þá út í flórsykri og kakó, hrærið mjög vel saman þangað til blandan verður létt og loftmikil.
 11. Bætið þá út í gríska jógúritnu vel saman við.
 12. Smyrjið kreminu á kalda kökuna og skreytið eftir smekk.

Uppskrift og myndir: Linda Ben í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu – http://lindaben.is/recipes/einfold-sukkuladi-banana-kaka-med-dasamlegu-kremi/#prettyPhoto