Þessi uppskrift er úr smiðju Lindu Ben en þennan smoothie er auðvelt að gera, hann er hollur og próteinríkur og inniheldur engan sykur. Auk þess er hann himneskur á bragðið !

Það sem þú þarft: 

1 dós af bláberjaskyri frá Örnu (það er án viðbætts sykurs)

1 dl frosið mangó

1 dl frosin jarðaber

1 dl frosin bláber

2 dl vatn

Aðferð: 

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í blandara og blandið þangað til silkimjúkt krap myndast.
  2. Hellið drykknum í skál eða glas og skreytið með berjum og myntu ef vill 🙂

Myndir og uppskrift: http://lindaben.is/recipes/stevia-skyr-smoothie-med-berjum/#prettyPhoto