Spínatpönnu­kök­ur

12 stk.

 • 40 g spínatsal­at
 • 250 g grísk jóg­úrt frá Örnu
 • 1 stórt egg
 • 1 msk. hun­ang
 • 80 g heil­hveiti
 • 70 g hveiti
 • ½ tsk. mat­ar­sódi
 • ½ tsk. lyfti­duft
 • ör­lítið salt

Að auki:

 • Olía til að steikja upp úr

Berið fram með:

 • 200 g grísk jóg­úrt frá Örnu
 • 3 msk. hun­ang
 • 150 g blönduð ber
 • Hnefa­fylli ristaðar hnet­ur eða fræ

Aðferð:

 1. Setjið spínatsal­atið í mat­vinnslu­vél og tætið það svo­lítið í sund­ur.
 2. Bætið öllu inni­haldi sem er í upp­skrift­inni í mat­vinnslu­vél­ina og vinnið sam­an í deig.
 3. Hitið olíu á pönnu og steikið litl­ar pönnu­kök­ur u.þ.b. 3-4 í einu.
 4. Berið fram með grískri jóg­úrt, berj­um, hun­angi og ristuðum hnet­um.