Sítr­ónukaka með grískri jóg­úrt og berj­um
 • 2 sítr­ón­ur, börk­ur af báðum og safi af einni (safi af 1½ ef þær eru mjög litl­ar)
 • 140 g smjör
 • 160 g syk­ur
 • 80 g hveiti
 • 2 msk. rjómi
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanillu­drop­ar
 • 200 g Örnu grísk jóg­úrt
 • 150 g blönduð ber eða ávext­ir
 • nokkr­ar tim­i­an eða myntu­grein­ar, má sleppa
 • 2 msk. flór­syk­ur

Aðferð:

 1. Hitið ofn­inn í 180°C.
 2. Setjið bök­un­ar­papp­ír í botn­inn á smellu­formi sem er 20 -22 cm í þver­mál.
 3. Þvoið sítr­ón­urn­ar og þurrkið þær vel. Bræðið smjörið í litl­um potti.
 4. Setjið syk­ur og hveiti í rúm­góða skál. Hellið smjör­inu, Örnu rjóma og vanillu­drop­um út í og hrærið sam­an.
 5. Bætið eggj­um, sítr­ónu­börk og safa út í og hrærið allt vel sam­an með sleif. Hellið hrær­unni í formið og bakið þetta í 20-22 mín.
 6. Látið kök­una kólna aðeins og losið hana síðan úr form­inu og setjið á kökudisk.
 7. Berið fram með Örnu grískri jóg­úrt, berj­um og e.t.v. fersk­um tim­ian­grein­um eða myntu.
 8. Dustið yfir með flór­sykri.