Þessi sætkartöfluréttur er með 2 innihaldsefnum, ekkert vesen og ótrúlega góður! Þennan er hægt að gera með hinum ýmsu réttum og það verður ekki mikið einfaldara. Myndir og uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

2 sætar kartöflur

1 krukka salatfeti frá Örnu

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á undir+yfir hita 200°C
  2. Fjarlægið ysta lagið af sætu kartöflunum
  3. Skerið sætu kratöflurnar í bita og setjið í eldfast mót
  4. Hellið fetaostinum yfir með olíunni og blandið saman.
  5. Bakið inn í ofni u.þb. 30 mín eða þar til kartöflurnra eru mjúkar í gegn.