Sænskar semla bollur

Sænskar semla bollur fylltar með marsípan og sætum rjóma.

Semla bollur

2 1/2 tsk þurrger

250 ml nýmjólk

80 g smjör, brætt og kælt svolítið / smjörlíki

40 g sykur

300 – 400 gr hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

2 tsk malaðar kardimommur

1 egg, hrært með gaffli

100 g marsípan

500 ml rjómi frá Örnu

 

  1. Hitið mjólkina þangað til hún er fingurvolg og bætið svo gerinu út í mjólkina, hrærið örlítið í þessu svo gerið blotni allt, látið standa í 10-15 mín.
  2. Setjið helminginn af hveitinu í hrærivélaskál, blandið gerinu, smjöri, sykri, lyftidufti og kardimommum saman við. Bætið helmingnum af egginu út í deigið, geymið hinn helminginn til að setja á bollurnar fyrir bakstur. Bætið svo meira af hveiti út í hægt og rólega þar til deigið verður örlítið klístrað, passið að setja ekki of mikið af hveiti því þá verða bollurnar of þéttar. Hnoðið deigið í hrærivélinni í 5 mín. Leggið viskustykki yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í 40 mín eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Skiptið deiginu í 9 hluta og gerið bollu úr hverjum hluta. Raðið bollunum í hring á smjörpappír, með smá bil (u.þ.b. 2 cm) á milli því deigið stækkar ennþá meir í ofninum. Leggið viskustykkið aftur yfir og látið hefast í 20 mín.
  4. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  5. Penslið egginu ofan á bollurnar og bakið í 10-12 mín eða þangað til bollurnar eru orðnar gullinbrúnar á litinn. Takið út úr ofninum og leggið örlítið rakt viskustykki yfir bollurnar strax.
  6. Þegar bollurnar hafa kólnað svolítið, skeriði þá þríhyrnina ofan í bollurnar, fjarlægið toppinn og geymið. Takið svolítið (1/3) af deiginu upp úr bollunum.
  7. Skiptið marsípaninu í 9 hluta og sléttið úr hverjum hluta svo hann passi ofan í hverja bollu.
  8. Þeytið rjóma og bætið út í hann vanillusykri og flórsykri. Sprautið rjómanum ofan í bollurnar svo það flæði örlítið upp úr þeim og leggið toppinn ofan á rjómann.
  9. Sigtið flórsykur yfir bollurnar.

 

Linda Ben gerði þessa gómsætu uppskrift fyrir okkur. http://lindaben.is/recipes/saenskar-semla-bollur-fylltar-med-marsipan-og-saetum-rjoma/

2018-03-23T12:28:05+00:00 15. febrúar 2018|Bakstur, kökur og eftirréttir, Laktósafríar uppskriftir|0 Comments