Hér höfum við æðislegar vanillu bollakökur með einstaklega ljúffengu kaffi og karamellu skyrsmjörkremi. Skyrsmjörkrem er náskylt rjómaostasmjörkremi, það er léttara og mýkra en venjulegt smjörkrem og þetta súra element í skyrinu kemur á móti sætunni í smjörkreminu og gerir það alveg ómótstæðilegt.
Skyrsmjörkrem henta ekki í tveggjahæða kökur þar sem það er of mjúkt en ofan á bollakökur og skúffukökur er það svakalega gott!
Kaffiskyrið nýja frá Örnu er samstarfsverkefni þeirra og Te og Kaffi. Skyrið er alveg svakalega gott og mæli ég með að þú hlaupir út í búð að prófa það við fyrsta tækifæri ef þú átt það eftir. Áferðin á því er svo svakalega mjúk og bragðið æðislegt.
Ég notaði einmitt kaffiskyrið með karamellunni í þetta smjörkrem. Kaffi og karamellubragðið skýn í gegn og nýtur sín svo vel ofan á vanillubollakökunum.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Kakan:
125 g smjör
200 g sykur
2 egg
1 eggjahvíta
2 tsk vanilludropar
200 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
180 ml ab-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
Kremið
250 g smjör
200 g kaffiskyr með karamellu frá Örnu Mjólkurvörum
400 g flórsykur
Karamellusósa til að skreyta bollakökurnar
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.