Tómata pizza með fetaostasósu.
Hér höfum við alveg himneska tómata pizzu með fetaostasósu sem ég er alveg viss um að þú eigir eftir að elska. Ef þú elskar ferskar og léttar pizzur þá áttu eftir að fýla þessa í botn!
Pizzan er óhefðbundin að því leyti að hún er ekki með hefðbundna pizzasósu, heldur er fetaostur maukaður og smurður á botninn. Tómatar eru svo skornir niður og þeim raðað á botninn og pizzan bökuð. Síðan er hágæða extra virgin ólífu olíu dreift yfir ásamt fersku basil þegar hún er komin út úr ofninum. Alveg einstaklega ljúffengt!
Salatosturinn frá Örnu Mjólkurvörum er alveg upplagður í þessa uppskrift enda er hann svo vel kryddaður og mýktin á honum fullkomin til að útbúa sósu úr honum.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Pizzadeig
230 g salatostur frá Örnu Mjókjurvörum
3-4 stórir buff tómatar (magn mismunandi eftir hversu stórir tómatarnir eru)
Salt og pipar
1 tsk oreganó
2 msk extra virgin hágæða ólífu olía
Ferskt basil
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.