Toblerone ís

Innihaldsefni

5 egg aðskilin

65g sykur

1/2 ltr rjómi frá Örnu, þeyttur.

360gr Toblerone (1 stórt stykki)

Toblerone sósa:

200g saxað toblerone

1 dl rjómi frá Örnu, örlítið meira ef þið viljjið sósuna þynnri

Aðferð

Aðskilið eggin og takið hvíturnar frá.

Þeytið eggjaruður og sykur vel saman þar til létt og ljóst

Bræðið 200g af toblerone yfir vatnsbaði og saxið rest

Stífþeytið rjómann í einni skál og stífþeytið eggjahvíturnar í annarri

Kælilð brædda toblerone-ið aðeins og blandið því svo varlega saman við eggjarauðu blönduna.

Hrærið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna ásamt söxuðu toblerone-i

Að lokum hrærið þið varlega stífþeyttu eggjahvítunum vel en varlega saman við ísblönduna með sleikju. Skiptið í form og frystið í að minnsta kosti 5 tíma en helst yfir nótt.

Fyrir sósuna þá setjið rjóma í pott og hitið að suðu. Bætið toblerone-i saman við og hrærið vel saman við vægan hita. Þegar súkkulaðið er brætt, þá er sósan tilbúin.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023