Ef þú ert á því að fiskur sé vondur, þá er ég á því að þessi fiskréttur muni algjörlega afsanna þá kenningu hjá þér. Þessi fiskréttur er einstaklega djúsí og mjög seðjandi. Sósan líkist meira sósu sem maður er vanur að fá með rjómapasta heldur en fisk. Fiskurinn sjálfur er steiktur með kryddhveitihjúp sem gerir hann virkilega góðan.
Ég bar þorskinn fram með ofnbökuðu graskeri (butternut squash) og smjörsteiktu rósakáli og kom það virkilega vel út. Til þess að úttbúa graskerið byrjaði ég á að skera það í helming, fræhreinsa það og skræla börkinn af. Svo skar ég það í sneiðar, setti í eldfat mót með ólífu olíu og salti og bakaði í 200°C heitum ofni í 30 mín. Smjörsteikta rósakálið gerði ég með því að skera það í helminga, setja vel af smjöri í pönnu með loki og steikja það á öllum hliðum þar til mjúkt í gegn.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 kg þorskhnakkar
1 egg
200 g hveiti
1/2 msk paprikukrydd
Salt og pipar
1/2 msk oreganó
3 msk smjör (skipt í nokkra hluta)
1/2 laukur
4 hvítlauksgeirar
250 g sveppir
350 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
1/2 sveppakraftur (teningur)
150 g hvítlauksostur frá Örnu Mjólkurvörum
Fersk steinselja (má sleppa)
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.