Einstaklega ljúffeng súkkulaði kanillengja sem þú átt heldur betur eftir að elska. Það kæmi mér ekki á óvart ef þessi kanillengja sé eitthvað sem þú munt vilja baka aftur og aftur, svo góð er hún!
Byrjað er á að setja volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrært smá til að þurrgerið blotni.
Setjið sykur, smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman.
Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir, og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í.
Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, bræðið súkkulaðið og hellið því út í blönduna, þeytið vel saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið.
Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju. Takið lenguna og brjótið hana saman þannig að endarnir snúi í sömu átt, vefjið rúllunni saman nokkra vafninga.
Leggjið smjörpappír í kökuform sem er u.þ.b. 10×25 cm, leggjið svo kanillengjuna þar ofan í. Setjið viskastykki yfir og leyfið lengjunni að hefast aftur í 30 mín.
Stillið ofninn á 170°C og undir og yfir hita.
Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín eða þangað til lengjan er orðin fallega gullinbrún á litinn og nokkuð stíf í viðkomu sé ýtt á hana.