Mjúk sítrónukaka með glassúr sem er svo dásamlega góð! Létt sítrónubragðið kemur með ferskleika á móti sætunni í kökunni og kreminu, gerir það að verkum að það er afar erfitt að leggja frá sér gaffalinn.
Kakan sjálf er afar mjúk en svolítið þétt og raka mikil á sama tíma, örlítið klessuleg ef svo mætti að orði komast, sem er alveg ótrúleg gott!
Kakan er einföld í framkvæmd og fljótleg, eitthvað sem flestir ættu að geta ráðið við.
Þessi mjúka sítrónukaka er fullkomin hvort sem það er í helgarbaksturinn eða á til að smella í á virkum degi til að gleðja fólkið í kringum okkur.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
230 g smjör, mjúkt
2 ½ dl sykur
4 egg
3 ½ dl hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 ½ tsk vanilludropar
1 dl og 1 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
½ dl sítrónusafi
Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu (bara guli hlutinn, ekki hvíti)
1 ½ dl flórsykur
U.þ.b. 2 msk sítrónusafi
Sítrónubörkur til að skreyta
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.