Rauðspretta með chilli pestói, salatosti, graskersfræjum og sítrónuberki

Hér höfum við girnilega uppskrift, rauðspretta með chillipestói, salatosti, graskersfræjum og sítrónu berki. Dásamlegur fiskur sem gott er að bera fram með góðu salati, ferksri sítrónu og góðri ólífuolíu.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 vænt Rauðsprettu flak ( eða annar hvítur góður fiskur)

 

3 msk gott rautt pestó

4 msk laktósafrír salat ostur frá Arna

2 msk graskersfræ

1 hvítlauksrif 

1/3 rauður chili smátt skorin 

Börkur af 1 sítrónu

Salt & pipar 

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 190 gráður
  2. Öllu nema fiskinum blandað saman í skál svo úr verður dásemdar pestó.
  3. Setjið fiskinn í eldfast mót og dreifið svo dásemdar maukinu á fiskinn og setjið inn í ofn í ca 18 mín.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook