Hér höfum við ljúffengar nauta quesadillas sem er afar einfaldur og fljótlegur kvöldmatur. Það tekur einungis 15 mín að smella í þennan kvöldmat.
Maður byrjar á því að steikja nautakjötið (líka hægt að nota afgangs nautakjöt í þessa uppskrift), bætir svo lauk, papriku, hvítlauk og gulum baunum á pönnuna, ásamt auðvitað taco kryddblöndu. Svo setur maður nóg af osti á vefjur og nautakjötsblönduna, steikir svo á pönnu þar til osturinn bráðnar (líka hægt að nota slétt samlokugrill), skerð svo niður og bætir grísku jógúrti á, fersku kóríander og salsa sósu.
Einfalt, mjög fljótlegt og virkilega bragðgott!
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben
400 g nautakjötsþynnur (líka hægt að nota hakk eða afgangs nautakjöt skorið í litla bita)
1 1/2 msk taco kryddblanda
8 vefjur
1 rauð paprika
1 laukur
3 hvítlauksrif
140 g gular baunir
230 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
Grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
Ferskt kóríander
Salsa sósa
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.