Hér höfum við alveg dásamlega góða mokka grískt jógúrtköku, sem svipar til, eins og margir myndu eflaust giska á, skyrköku. Hún er silkimjúk með stökkum súkkulaðikexbotni, súkkulaðikremið ofan á gerir hana algjörlega ómótstæðilega.
Kaffi og súkkulaði passar svo ótrúlega vel saman í svona eftirréttum að mínu mati, fullkomið eftir góða máltíð.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Botn:
200 g hafrakex
1 msk kakó
70 g smjör
Grísk jógúrtkaka
200 g rjómi
400 g kaffi og súkkulaði grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
2 msk sterkt kaffi
150 g flórsykur
5 matarlímsblöð
Súkkulaðikrem:
200 g suðusúkkulaði með karamellu og salti
70 g smjör
70 g síróp
Jarðaber (skraut)
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.