Marengstertubomba

Marengsinn sjálfur inniheldur púðursykur og Rice Krispies sem gerir hann sjálfann.

Svo er rjómafyllinginn með kókosbollum, þristum, jarðaberjum og toppuð með bræddum kúlum, allt það góða á einum stað sem sameinast í algjörri marengstertu bombu.

Uppskrift og myndband frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

4 eggjahvítur

¼ tsk cream of tartar

¼ tsk salt

60 g púðursykur

200 g sykur

50 g Rice Crispies

400 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

4 litlar kókosbollur

250 g þristar

250 g jarðaber

150 g rjómakúlur

1 dl rjómi (100 ml)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C og undir+yfir hita.
  2. Setjið eggjahvítur í tandurhreina skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá púðursykrinum og sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum. Bætið þá Rice Crispiesinu út á og veltið því varlega saman við með sleikju.
  3. Teiknið tvo 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið skiptið deiginu á milli hringanna, sléttið fallega úr botnunum. Bakið í 50 mín og slökkvið þá á ofninum en ekki taka botnana úr ofninum fyrr en þeir eru orðinir alveg kaldir. Hægt er að gera botnana með allt að viku fyrirvara.
  4. Setjið kúlurnar í pott og bræðið með 1 dl rjóma, leyfið blöndunni að kólna.
  5. Þeytið rjómann, setjið 1 msk af rjóma á kökudiskinn.
  6. Skerið þristana og jarðaberin smátt niður (takið frá nokkur til að setja ofan á kökuna), setjið út í rjómann, kremjið kókosbollurnar út í og veltið öllu saman.
  7. Setjið annann botinn á diskinn og setjið helminginn af rjómafyllingunni á botninn, dreifið bræddu kúlunum yfir. Setjið hinn botninn yfir og restina af rjómafyllingunni. Skreytið með bræddu kúlunum og jarðaberjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook