Klessuleg piparköku formkaka

Innihaldsefni

200 ml vatn

60 ml síróp

230 g smjör

250 g hveiti

1 tsk engifer krydd

1 tsk kanill

1 tsk matarsódi

¼ tsk negull

¼ tsk múskat

¼ tsk salt

350 g púðursykur

150 ml AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

2 egg

1 tsk vanilludropar

 

Krem:

250 g rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

1 dl flórsykur

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
  2. Setjið vatn, síróp og smjör í pott, sjóðið saman í 2-3 mín.
  3. Setjið í skál hveiti, engifer, kanil, matarsóda, negul, múskat, salt og púðursykur, blandið öllu vel saman. Hellið út í smjörblöndunni og hrærið saman þar til blandan byrjar að kólna svolítið.
  4. Setjið AB-mjólkina út i deigið ásamt eggjunum og vanilludropunum og hrærið saman.
  5. Setjið smjörpappír í 25×40 cm stór form (eða sambærilegt) og hellið deiginu í, bakið í u.þ.b. 35-40 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  6. Leyfið kökunni að kólna fullkomlega.
  7. Þeytið rjómann og á meðan hann er að þeytast bætið þá út í flórsykrinum hægt og rólega, smyrjið rjómanum á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023