Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem mér líkar bragðið einfaldlega betur.
Ég stressa mig ekkert á sósunum sem bornar eru fram með. Ég skiptist alveg á að bera þennan rétt með kirsuberjasósunni klassísku, eða heimagerðri hindberjasósu, karamellusósu eða súkkulaðikaramellusósu. Allir eiga sitt uppáhald!
Uppskrift og myndir frá Valgerði.
200g hrísgrjón
400 ml vatn
1 ltr nýmjólk frá Örnu
1 vanillustöng klofin eftir endilöngu
1 msk vanilludropar
100g sykur
1/2 tsk salt
150g möndluflögur
500ml rjómi frá Örnu
Hindberjasósa:
200g hindber frosin
2 dl vatn
100g sykur
1 msk kartöflumjöl blandað saman við 1 msk vatn
Setjið allt nema kartöflumjöl í pott og sjóðið saman í ca.15 mín. Þykkið með kartöflumjölinu.
Súkkulaði karamellusósa:
200g demerara sykur
90g smjör
120ml rjómi frá Örnu
50-100g suðusúkkulaði, magn eftir smekk
1/2 tsk sjávarsalt
Bræðið sykurinn við miðlungs hita. Hrærið stöðugt í svo sykurinn brenni ekki, þetta getur tekið nokkra stund. Þegar sykurinn er bráðinn bætið þá smjöri út í og hrærið kröftuglega með písk þar til þetta er samlagað. Bætið rjómanum þá út í og hrærið áfram. Slökkvið undir pottinum og bætið þá súkkulaði og salti saman við. Setjið strax í krukku.
Saltkaramellusósa:
200g sykur
90g smjör
120ml rjómi frá Örnu
1 tsk sjávarsalt
Setjið sykurinn í háan þykkbotna pott og bræðið varlega, hrærið stöðugt í. Þegar sykurinn er bráðinn hrærið þið smjörið saman við með písk. Þegar blandan er samlöguð bætið þið rjómanum út í og hrærið kröftuglega. Bætið sjávarsalti að síðustu saman við og setjið í krukku.
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.