Kjúklingavefja með grænmeti, rifnum osti og hvítlaukssósu er frábært hugmynd að góðu nesti fyrir börn og fullorðna. Þessar vefjur eru í mjög mikllu uppáhaldi hjá stráknum mínum sem er 10 ára.
Það sem þarf í þessar vefjur er kjúklingalundir, vefjur, grænmeti og hvítlaukssósa. Ég kaupi oftast tilbúnar frosnar kjúklingalundir sem eru í stökkum hjúp, þær fást í flestum matvöruverslunum frá nokkrum vörumerkjum.
Sósuna geri ég frá grunni sem er talsvert hollari en tilbúnar sósur og að mínu mati betri.
Það er svo að sjálfsögðu hægt að leika sér með grænmetið og setja hvaða ferska grænmeti sem þig langar í, gúrka og paprika er í uppáhaldi hjá stráknum mínum og því nota ég það. Svo er algjör lykill að setja nóg af rifnum mozzarella til að gera vefjurnar djúsí og góðar.
Uppskrift frá Lindu Ben.
Vefjur
Frosnir fulleldaðir kjúklingalundir í hjúp
Salat
Paprika
Gúrka
Rifinn mozzarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum
Hvítlaukssósa
2 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
1 hvítlauksrif
Safi úr 1/2 sítrónu
1 tsk hunang
Salt og pipar
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.