Kaldur hafragrautur með grænum eplum

Kaldur hafragrautur með grænum eplum sem er svo góður!

Það er upplagt að smella í þennan á kvöldin og fá sér svo ljúffengan morgunmat daginn eftir.

Þessi kaldi hafragrautur er léttur og góður í maga, fullur af góðri næringu og heldur manni söddum langt fram eftir degi.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

3 msk grísk jógúrt með karamellum og perum frá Örnu Mjólkurvörum

2 msk hafrar

1 msk chia fræ

1 msk saxaðar möndlur

1 lítið grænt epli

½ dl vatn

Ferskir ávextir eins og t.d. ferskja, banani og grænt epli

Aðferð

  1. Setjið saman grískt jógúrt, hafra, chia fræ og saxaðar möndlur í skál, blandið saman.
  2. Skerið græna eplið smátt niður og blandið þvi saman við grautinn ásamt smá vatni.
  3. Setjið í skál eða krukku og geymdið yfir nótt.
  4. Skreytið með ferskum berjum daginn eftir.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook