Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Innihaldsefni

300 g klessupiparkökur frá Lindu Ben

75 g smjör

500 ml rjómi + 150 ml rjómi notaður seinna í uppskriftinni

170 g íslenskt jólajógúrt með bökuðum eplum og kanil frá Örnu Mjólkurvörum

1 rautt epli

1/2 tsk kanill

200 g rjómakaramellur

Brómber

Ferskt rósmarín

Aðferð

  1. Setjið klessupiparkökurnar í matvinnsluvél og myljið. Bræðið smjörið og blandið saman við kexmynslurnar.
  2. Pressið kexblöndunni ofan í form sem er 27 cm í þvermál og með 4 cm háum kanti, eða álíka stórt. Setjið í frysti.
  3. Þeytið rjómann og blandið jólajógúrtinu varlega saman við rjómann með sleikju.
  4. Skerið eplið mjög smátt niður og bætið út í rjómablönduna ásamt kanil, blandið varlega saman með sleikju.
  5. Hellið rjómablöndunni ofan í kökuformið, sléttið úr og setjið aftur í frysti.
  6. Setjið karamellur í pott ásamt rjóma og bræðið saman. Kælið blönduna að stofuhita.
  7. Þegar karamellan hefur kólnað, hellið henni þá varlega yfir kalda kökuna og dreifið varlega. Hafið ekki áhyggjur þó svo að dragist aðeins til í kökunni og karamellan og rjóminn blandist svolítið saman, við felum það með berjum á eftir.
  8. Skreytið með brómberjum, mér finnst fallegt að raða þeim 3 og 3 saman. Klippið svo niður rósmarín stöngla og leggið hjá brómberjunum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023