Hér höfum við alveg dásamlega góða og létta jógúrtköku sem á eftir að slá í gegn við hvaða tilefni sem er. Jógúrtkökur eru mjög svipaðar ostakökum nema í staðinn fyrir rjómaost er notað jógúrt. Þannig fær maður ennþá léttari köku.
Þessi kaka er virkilega einföld, fljótleg og eitthvað sem ég myndi treysta flestum til að smella í, sama hversu flinkir þeir eru í eldhúsinu.
Botninn er búinn til úr klessupiparkökunum góðu sem hafa fengið alveg ótrúlega góðar viðtökur, sem ég er svo þakklát fyrir. Kakan sjálf er úr þeyttum rjóma en út í hann er sett jólajógúrtið frá Örnu Mjólkurvörum en það er alveg æðislegt með bökuðum eplum og kanil. Bæði jólajógúrtið og klessupiparkökurnar eru árstíðarvörur sem fást bara fyrir jólin svo það er vissara að hafa hraðar hendur og bíða ekki of lengi með að smella í þessa 😊
Það er virkilega gott að bræða saman karamellu og rjóma og setja ofan á kökuna. Kökuna er svo hægt að skreyta með brómberjum eða trönuberjum og rósmarín til að skapa hátíðlegt útlit.
Jólajógúrtið frá Örnu finnur þú í öllum matvöruverslunum en Klessupiparkökurnar fást í Krónunni.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
300 g klessupiparkökur frá Lindu Ben
75 g smjör
500 ml rjómi + 150 ml rjómi notaður seinna í uppskriftinni
170 g íslenskt jólajógúrt með bökuðum eplum og kanil frá Örnu Mjólkurvörum
1 rautt epli
1/2 tsk kanill
200 g rjómakaramellur
Brómber
Ferskt rósmarín
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.