Jólajógúrt parfait hentar fullkomlega í jóla brunchinn. Bökuðu eplin og kanillinn gerir það að verkum að maður kemst svo sannarlega í jóla gírinn með hverjum bitanum.
Parfait er fyrir þá sem ekki vita, blanda af jógúrti, ávöxtum og einhverju stökku eins og t.d. múslí.
Jólajógúrt parfait og hentar vel sem eftirréttur á brunch borðið. Það inniheldur rauð epli, kanilkex og súkkulaðidropa, eitthvað sem enginn parfait aðdáandi getur staðist!
Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.
Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.
Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.
Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.
Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.