Hvítlaukssmjörs risarækjupasta með hvítvínsrjómasósu sem þú átt eftir að elska. Það er einfalt og fljótlegt að útbúa, tekur aðeins 20 mín að smella saman og eitthvað sem flest allir ættu að ráða við að gera.
Ef risarækjurnar eru flosnar, byrjar maður á því að afþýða þær, mér finnst best að setja þær í sigti og láta liggja í köldu vatni, þannig eru þær enga stund að afþyðna. Því næst sýður maður pastað og sker laukana niður. Laukarnir eru svo steiktir upp úr smjöri og risarækujunum því næst bætt út á pönnuna. Svo hellið maður hvítvíni og rjóma á pönnuna, kryddar til og rífur parmesan ost út á. Þessu leyfir maður að malla í örskamma stund og ber svo fram með ferskri basilíku og parmesan osti.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
300 g Tagliatelle pasta
500 g risarækjur
3 msk smjör (skipt í 2 hluta)
1 shallot laukur
4-5 hvítlauksgeirar
Salt og pipar
1 dl hvítvín
400 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
1 tsk oreganó
100 g parmesan ostur + meira til að bera fram með
Fersk basilíka
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.