Heimagerðir jarðaberja íspinnar sem krakkarnir elska.
Það er ótrúlega einfalt að smella í þessa jarðaberja íspinna sem eru úr ljúffengum rjómaís.
Maður einfaldlega þeytir eggjarauður og rjóma í sitthvorri skálinni, bræðir sykur með jarðaberjum í potti, bætir jarðaberja AB-mjólk í rjómann og blandar svo öllu varlega saman með sleikju. Svo setur maður ís “deigið” í íspinna form, en það er að sjálfsögðu hægt að setja hann líka í venjulegt form og gera ískúlur.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
3 eggjarauður
3 dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
2 dl jarðaberja AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
1 ½ dl sykur
200 g fersk jarðaber
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.