Grjónagrautur í ofni.
Hér er um að ræða einn af uppáhalds réttum krakkanna. Þau elska grjónagraut hvort sem það er í hádegismat eða kvöldmat. Ef grjónagrauturinn er í kvöldmat sýð ég yfirleitt lifrapylsu með sem þeim finnst ótrúlega gott.
Grjónagrautur er ódýr kvöldmatur. Það er einnig mjög sniðugt að smella í grjónagraut þegar maður á mikla mjólk heima sem þarf að nota. Grauturinn endist í nokkra daga tilbúinn inn í ísskáp.
Ég nota yfirleitt hýðishrísgrjón þegar ég geri grjónagraut en þannig verður hann örlítið næringarmeiri, grjónin eru örlítið stífari og bragðmeiri en krakkarnir eru orðin vön því og kippa sér ekkert upp við það. Það þarf að hafa í huga að lengja bökunartímann ef notuð eru híðishrísgrjón því þau taka lengri tíma að eldast.
Uppskrift frá Lindu Ben.
3 dl hrísgrjón
1 ½ l Nýmjólk frá Örnu Mjólkurvörum
1 msk sykur
25 g smjör
½ tsk salt
1 dl rúsínur (má sleppa)
Kanilsykur
2 msk sykur
1 msk kanill
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.