Þetta salat er djúsí á sama tíma og það er hollt og gott. Í staðin fyrir majónes sem er oft að finna í svona salötum sem ætluð er ofan á brauð, inniheldur þetta salat grískt jógúrt. Grískt jógúrt er próteinríkara og að flestu leiti hollara en majónes en gefur svipaða áferð.
Salatið er ótrúlega bragðgott, djúsí og ferkst. Það er fullkomið ofan á nýbakað súrdeigsbrauð en að sjálfsögðu er hægt að borða það með öðru eins og til dæmis flatkökum, ofan í pítubrauði eða hreinlega eitt og sér.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
2 eldaðar kjúklingabringur skornar í bita
2 stk vorlaukar, skornir smátt niður
1 msk fersk steinselja skorin smátt niður
1 dl möndluflögur
2,5 dl rauð vínber, skorin í helminga
1 grænt epli, skorið smátt niður
1 tsk pipar
¼ tsk þurrkaðar chilli flögur
Klípa af salti
250 ml grískt jógúrt
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.