Fiskréttur með grænmeti, döðlum og salthnetum

Dásamlegur fiskréttur, verið óhrædd við að blanda meira og öðru grænmeti við og finna ykkar uppáhalds.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

800 gr þorskhnakkar

1 appelsína skorin í grófa bita

5 hvítlauksrif, skorin í tvennt

6 matskeiðar salthnetur

4 msk gróft skornar steinlausar döðlur

1 rauð paprika, gróft skorin

1 rauðlaukur, skorinn gróft

1 box steinselja, gróft söxuð

Ólífuolía

Salt&pipar

1 msk marrokósk kryddblanda frá Kryddhúsinu

1 krukka salatostur frá Örnu

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
  2. Blandið öllu saman í eldfast mót.
  3. Sett í heitan ofn í 20-25 mínútur
  4. Svo er bara að njóta, gott að bera fram með íslensku bankabyggi, kartöflum og fersku salati

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook