Hér er að finna alveg ótrúlega ljúffenga og einfalda köku sem er jafnframt alveg stórglæsileg. Það þarf alls ekki að vera neinn skreytingarmeistari til þess að ná að gera þessa köku, bara slétta úr kremi, skera ber og raða þeim á, einfaldara gerist það varla!
Kakan sjálf er þétt og mjúk í sér með góðu jarðaberjabragði sem kemur úr jógúrtinu.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Kakan:
3 egg
250 g þykk ab-mjólk frá Örnu með rabbabara og jarðaberjum
120 ml bragðlítil grænmetisolía
225 g hveiti
150 g sykur
1 tsk matarsódi
2-3 jarðaber skorin í sneiðar.
Kremið:
200 g smjör/smjörlíki
300 g flórsykur
1 msk rjómi frá Örnu
3 jarðaber, smátt skorin
1 lítill dropi bleikur matarlitur
u.þ.b. 10 jarðaber, skorin í sneiðar (fjöldi fer eftir stærð).
Kremið:
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.