Ég nýti mér það stundum að kaupa tilbúinn eldaðan heilan kjúkling þegar ég er með eitthvað í matinn sem krefst kjúlingabita eins og til dæmis salat eða pítur, mér finnst það alveg ótrúlega þægilegt og gott. Þá get ég líka frekar dúllað mér við matinn og mögulega að leggja fallega á borðið.
Það er eitthvað við það að raða salatinu á disk sem heillar mig alveg, fyrir mér er það miklu skemmtilegri framsetning heldur en ofan í skál og öllu blandað saman.
Ég hef tekið eftir því hversu góð olían af fetaostinum frá Örnu mjólkurvörum er. Mér finnst að þegar ég nota fetaostinn þeirra þá þarf alls enga salat dressingu með. Olían af fetaostinum er meira er nóg fyrir minn smekk og líkar mer hún alveg rosalega vel. Því nota ég þann ost alltaf þegar ég vil ofur einfalt salat með lítilli fyrirhöfn, og svo auðvitað líka við önnur tilefni.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 poki veislusalat (100g)
2 kjúklingabringur
1 stórt avocadó eða 2 lítil
1/2 agúrka
1 krukka fetaostur frá Örnu mjólkurvörum
1/2 granatepli
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.