“Einfaldur mexíkóskur kjúklingaréttur með kartöflusmælki og bræddum osti.
Hugmyndin að þessum rétti þegar við vinkonurnar vorum á veitingastað út í Gdansk á dögunum en við fórum á æðislegan brunch veitingastað sem heitir Pomelp Bistro Bar. Þar pöntunuðum við okkur ofnbakaðar kartöflur með mexíkóskum kryddum og ostahjúp. Hugurinn fór alveg á flug og við pældum mikið hversu góður þessar kartöflur væru sem kjúklingaréttur.
Ég hef því verið að prófa mig áfram með þessa hugmynd undanfarið og er þessi uppskrift loksins tilbúin.
Þetta er afskaplega einfalt og fljótlegt að græja. Maður byrjar á því að setja smælkið í smástund í suðu og á meðan er maður að steikja kjúklinginn og sósuna sem hann bakast í. Lykillinn er að setja alveg nóg af hvítlauk og mexíkóskri kryddblöndu, leyfa þessu svo öllu að bakast saman inn í ofni á meðan osturinn bakast.”
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
500 g smælki (litlar kartöflur)
800 g úrbeinuð kjúklingalæri
2 msk mexíkósk kryddblanda
1 shallot laukur
4 hvítlauksgeirar
1 tsk smjör
400 g saxaðir niðursoðnir tómatar
1 rauð paprika
150 g gular baunir
Salt og pipar
230 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
Ferkst kóríander
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.