Djúsí pítur með ostahakki

Einfaldur og ljúffengur hversdagsmatur, það er það sem við flest öll viljum og þurfum à að halda inn à milli.

Þessi ofur einfalda uppskrift varð til um daginn þegar pabbinn var að elda, en hann er þekktur fyrir að elda einstaklega góðan, ljúffengan en fyrst og fremst djúsí mat!

Við höfum ekki eldað pítur öðruvísi frá því að þessi uppskrift varð til og því finnst mér tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

500 g nautahakk

Taco krydd eftir smekk

Hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum

6 pítubrauð

2 tómatar

½ agúrka

1 paprika

Salat

Pítusósa eftir smekk

Aðferð

  1. Kryddið nautahakkið og steikið á pönnu þar til eldað í gegn. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna, hitið þar til osturinn er bráðnaður.
  2. Ristið pítubrauðin og skerið grænmetið niður.
  3. Blandið saman öllu grænmetinu og hakkinu í skál, bætið sósunni út á og fyllið pítubrauðin.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook