Bleikir hafrar yfir nótt

Holl, ljúffeng og einföld uppskrift af bleikum höfrum yfir nótt. Þessi grautur er stútfullur af hollri og góðri næringu sem gefur þér góða orku út í daginn. Uppskriftin og myndir eru frá Jönu.

Innihaldsefni

½ frosinn banani

½ frosinn eða ferskur kúrbítur flysjaður

1 og 1/2 bolli frosin jarðarber

2 msk gojiber

1/2 epli

1 msk chiafræ

1 msk rauðrófusafi

1 tsk möndlusmjör

1 msk Feel Iceland kollagen duft

1 ½ – 2 bollar af Örnu jarðarberjajógúrt með ab gerlum

1 bolli haframjöl

Aðferð

  1. Blandið öllu nema haframjölinu í góðum blandara.
  2. Skiptið svo niður í 2 skálar eða krukkur.
  3. Setjið 1/2 bolla af haframjöli og helming af bleika boostinu í ílát með loki í um 30 mín í ísskáp eða yfir nótt. Toppið með einhverju gómsætu eins og til dæmis möndluflögum og gojiberjum

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook