Bleik smoothie skál

Dásamleg smoothie skál sem fær húðina til að glóa.
Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 bolli frosin bláber

1 bolli frosin jarðarber

1 frosinn banani

1/3-1/2 avókadó

1/2 tómatur

1 matskeið valhnetur

3 döðlur steinlausar

1 ​​bolli hrein grísk jógúrt frá Örnu

1 matskeið kollagen duft

Nokkrur klakar 1-2 msk vatn (nóg til að fá blönduna til að hreyfast í blandaranum)

Aðferð

  1. Setjið allt í kraftmikinn blandara, og blandið þessu öllu vel saman.
  2. Settu í skál eða 2 og skreyttu með einhverju fallegu og bragðgóðu eins og ferskum granateplakjörnum, kókosflögum og hampfræjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook