Bláberja acai skál sem er stútfull af hollum og góðum andoxunarefnum sem vernda líkamann. Bláber eru virkilega holl fyrir okkur og eru meðal annars þekkt fyrir að vernda líkamann gegn ótímabærri öldrun.
Haust jógúrtið frá Örnu er búið til úr íslenskum bláberjum og bragðast alveg dásamlega eitt og sér. Það er samt alltaf gaman að leika sér smá með matinn og búa til eitthvað nýtt.
Þessi bláberja acai skál saman stendur af frosnum banana sem gerir áferðina á skálinni þykkja og rjómkennda. Út í hana er einnig sett acai duft (keypti í Krónunni en er örugglega til á fleiri stöðum líka eins og Hagkaup og mér finnst Fjarðarkaup líka líklegt), prótein til að auka próteinmagnið ennþá meira og frosin blönduð ber til að ggefa okkur ennþá meira af andoxunarefnum og vítamínum.
Þetta er því algjör heilsubomba sem bragðast hreint út alveg dásamlega.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Skálin:
1 frosinn banani
1 1/2 dl frosinn blönduð ber
Haust jógúrt frá Örnu Mjólkurvörur
2 msk próteinduft (ég nota hreint prótein en það er líka hægt að nota vanillu)
1 tsk acai duft
1 dl klakar
Vatn (eins lítið og hægt er, stundum er hægt að sleppa, stundum set ég u.þ.b. 2 msk)
Toppur:
Bláber
Hampfræ
Kakónibbur
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.