Einfaldur og ljúffengur hversdagsmatur, eins og hann gerist bestur.

Pítur með hvítlauks-osta hakki og grænmeti sem tekur enga stund að útbúa í amstri dagsins.

Uppskrift og myndir gerði Linda Ben fyrir okkur https://lindaben.is/recipes/pabbapitur-djusi-pitur-med-osta-hakki/

Hráefni: 

500 g nautahakk

Taco krydd eftir smekk

Kryddostur með hvítlauk

6 pítubrauð

2 tómatar

1/2 agúrka

1 paprika

Salat

Pítusósa eftir smekk

Aðferð: 

  1. Kryddið nautahakkið og steikið á pönnu þar til eldað í gegn. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna, hitiið þar til osturinn er bráðnaður.
  2. Ristið pítubrauðin og skerið grænmetið niður.
  3. Blandið saman öllu grænmetinu og hakkinu í skál, bætið sósunni út á og fyllið pítubrauðin.