Það sem þarf: 

400 g (ósoðið) pasta

1 sóló hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif

1-2 msk smjör

250 g sveppir (1 askja), sneiddir

150 g pepperóní, skorið í fernt

150 g (1 askja) laktósafrír kryddostur með hvítlauk frá Örnu, rifinn svo hann bráðni hraðar

500 ml laktósafrír rjómi frá Örnu

salt og pipar

Aðferð: 

Bræðið smjör á pönnu og pressið hvítlaukin saman við. Steikið sveppi og pepperóní í hvítlaukssmjörinu og kryddið með pipar. Hellið rjóma yfir og hrærið kryddosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita undir loki á meðan pasta er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu. Smakkið sósuna til með pipar og salti áður en soðnu pastanu er blandað saman við hana.

Það var hún Svava sem útbjó þessa uppskrift fyrir okkur https://ljufmeti.com/2019/02/13/pasta-med-pepperoni-og-sveppum-i-hvitlauksostasosu/

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]