Þessa uppskrift gerði Linda Ben fyrir okkur http://lindaben.is/recipes/orlitid-hollari-sukkuladibita-kokur/ og þið bara verðið að prófa! 🙂

Það sem þarf: 

1 ½ dl kókosolía

2 ¼ dl púðursykur

1 dl döðlusykur frá Rapunzel

2 egg

1 tsk vanilludropar

5 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1 dl grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

100 g hvítt súkkulaði

100 g dökkt súkkulaði

Aðferð: 

  1. Hrærið saman sykur og kókosolíu, bætið svo einu eggi út í í einu og hrærið vel á milli. Því næst bætiði vanilludropum út í.
  2. Bætið hveiti, lyftidufti, salti saman við ásamt grískri jógúrt, blandið varlega saman við.
  3. Skerið súkkulaðið niður í grófa bita og bætið úr í, blandið saman með sleikju.
  4. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið það í 2-3 tíma eða yfir nótt, eftir því hvað hentar þér best.
  5. Kveikjið á ofninum og stillið á 190°C. Notið matskeið til að skammta hverja köku, mótið kúlu með lófunum og raðið á smjörpappír, passið að hafa gott bil á milli þar sem kökurnar fletjast út í ofninum. Bakið í 10-12 mín.