Þetta dásamlega og fallega jólajógúrt parfait er uppskrift frá henni Lindu Ben okkar og hún klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

Eins og Linda kom því í orð, þá hentar jólajógúrt parfait fullkomnlega í jóla brunchinn. Bökuðu epli og kanillinn gerir það að verkum að maður kemst svo sannarlega í jólagírinn með hverjum bitanum. En parfait er blanda af jógúrti, ávöxtum og einhverju stöddu eins og t.d. múslí.

Jólajógúrt parfait hentar vel sem eftirréttur á brunch borðið. Það inniheldur rauð epli, kanilkex og súkkulaðidropa, eitthvað sem enginn parfait aðdáandi getur staðist! https://lindaben.is/recipes/jolajogurt-parfait-med-kanilkexi-og-eplum/

Þessi uppskrift miðast við 4 glös.

Það sem þarf:

2 krukkur grísk jólajógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 rautt epli

Örlítill sítrónusafi

u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur

u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.
  2. Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.
  3. Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.
  4. Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.
  5. Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.