Það er fátt betra en góð súpa á haustdögum eins og hafa einkennt síðastliðna daga. Linda Ben kemur hér með girnilega og einfalda uppskrift af humarsúpu og eins og hún segir, þá er hún mun einfaldari en þig grunar.

Grænmetið er maukað saman í súpuna og gefur henni góða þykkt og mikið bragð og hver elskar ekki góða humarsúpu?

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben https://lindaben.is/recipes/ljuffenga-humarsupan-sem-er-einfaldari-en-thig-grunar/

Hráefni sem þú þarft:

1 stk blaðlaukur, miðju hlutinn

3 stk gulrætur

1 stk sellerístilkur

2 stk rauðar paprikur

1-2 stk hvítlauksgeiri (einn stór, annars tveir)

1 ½ msk tómatmauk

1 ½ tsk madras karrý

3 msk fljótandi humarkraftur frá Oscar

1 ½ msk fiskikraftur frá Oscar

1 líter vatn

400 ml dós kókosmjólk

2 dl hvítvín

250 ml rjómi

u.þ.b. 800 g skelflettur humar

Salt og pipar

250 ml þeyttur rjómi

Fersk steinselja

Aðferð: 

  1. Skerið allt grænmetið niður fyrir utan hvítlaukinn, setjið olíu í stóran pott og steikið grænmetið á meðal hita þar til það er farið að mýkjast. Skerið þá niður hvítlaukinn og bætið honum út á ásamt karrý og tómatmauki. Bætið vatninu, kókosmjólkinni og hvítvíninu í pottinn og maukið grænmetið saman við með töfrasprota. Látið sjóða.
  2. Þegar súpan hefyr soðið saman rólega í u.þ.b. 5 mín bætið þá kraftinum saman við og haldið áfram að sjóða í nokrar mín.
  3. Bætið því næst út í rjómanum og hitið að suðu. Setjið humarinn út í súpuna, passið að láta súpuna ekki sjóða eftir að humarinn hefur verið settur út í. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskri steinselju.