Einföld, holl og stútfull af góðri næringu, þessi smoothie skál er ákkúrat það sem við þurfum eftir góða jólahátíð !

Það sem þarf: 

1 dós þykk ab mjólk frá Örnu með jarðarberjum

1 dl frosin hindber

Bláber eftir smekk, fersk eða frosin

1 tsk chiafræ

1 tsk hampfræ

Mórber, frosin hindber, jarðarber, ristaðar kókosflögur, bláber til að toppa með

Aðferð: 

  1. Setjið þykk ab mjólk ásamt hindberjum, bláberjum, chia og hampfræum í blandara og blandið vel
  2. Skafið blöndunni í skál og setjið það sem ykkur lystir og eigið til ofan á