Lime skyrköku bitar

Þessir lime skyrköku bitar eru bæði bragðgóðir en einnig hollir og næringaríkir 🙂

Hráefni:

Hafraköku botn

2 dl heilhveiti

2 dl haframjöl

1 dl púðusykur

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

70 g smjörlíki

3 msk grænmetisolía

safi úr 1 lime

 

Epla og lime skyrköku fylling

2 dósir epla og lime skyr

3 msk sykur

4 msk heilhveiti

1 egg

börkur af 1 lime

 

Hvítur súkkulaðihjúpur

100 g hvítt súkkulaði

1 msk rjómi

 

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 165°C.
  2. Blandið saman heilhveiti og haframjöli ásamt púðursykri, lyftidufti og salti.
  3. Bræðið smjörið, blandið olíunni og lime safanum saman við. Blandið því svo saman við hafrablönduna. Deigið á að klessast auðveldlega saman og haldast klesst. Ef blandan er of þurr setjiði örlítið meira af smjöri/smjörlíki en ef blandan er of blaut bætiði meira haframjöli saman við.
  4. Setjið pappírs muffinsform í muffinsálbakka. Þrýstið 1 msk af deigi ofan í hvert form þannig það þekji botninn (u.þ.b. 1 cm lag).
  5. Í aðra skál blandið saman skyri, sykri, heilhveiti, eggi og lime berki. Fyllið upp muffinsformin af skyrköku deiginu og bakið í 25 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  6. Kælið kökurnar vel og takið svo pappírsformin varlega utan af þeim.
  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið rjómanum saman við. Kælið súkkulaðið örlítið svo það stirni smá og setjið u.þ.b. 1 msk af súkkulaði á hverja köku, að mínu mati er það bara fallegra ef súkkulaðið lekur aðeins með hliðunum.

    Uppskrift og myndir gerði Linda Ben fyrir okkur : http://lindaben.is/recipes/einfaldir-lime-skyrkoku-bitar/