“Erum við ekki öll að leitast eftir því að borða örlítið hollara? Viljastyrkurinn til að fórna góða “óholla” matnum er samt kannski ekki alltaf í botni og því nauðsynlegt að eiga nokkrar uppskriftir sem bjóða upp á hollan mat sem smakkast samt eins og hefðbundinn”

Linda Ben hittir naglann á höfuðið í nýrri færslu hjá sér á blogginu http://lindaben.is/recipes/lettar-mjukar-og-hollar-ponnukokur-sem-bragdst-eins-og-venjulegarlettar-mjukar-og-hollar-ponnukokur-sem-bragdst-eins-og-venjulegar/

Pönnukökurnar eru léttar, mjúkar og ákkúrat eins og þær hefðbundnu, auk þess innihalda þær mjög lítinn sykur en í þær notar hún stevíu vanillu skyrið okkar sem gefur einnig mikla mýkt 🙂

Í pönnukökurnar þarftu eftirfarandi hráefni:

2 og 1/3 dl hveiti

2 og 1/3 dl heilhveiti

4 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 msk sykur

3,5 dl mjólk

2 egg

100 g vanilluskyr með stevíu

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál fyrst, bætið svo öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið saman.
  2. Notið dl mál til þess að mæla deig fyrir hverja pönnuköku og steikið á sitthvorri hliðinni þar til hún verður gullinbrún

Svo er það smekkur hvers og eins hvað er borið fram með pönnukökunum en smjör, ostur og fersk ber klikka aldrei. Síróp og fersk ber gera þetta líka að dásamlegri þrennu!