Hráefni :

1/2 lítri laktósafrír rjómi frá Örnu
1 tsk salt

Aðferð:

Skref 1 : Þeytið rjómann á meðalhraða í hrærivél eða með handþeytara þar til hann hefur sklið sig frá áfunum.
Skref 2: Hellið svo áfunum af og hnoðið smjörin undir kaldri vatnsbunu. Hellið vatninu af reglulega og þegar vatnið er orðið tært er smjörið orðið nógu hreint.
Skref 3: Dreifið smjörinu á borðflöt með sleikju/sleif og stráið salti yfir. (Saltið er ekki nauðsyn en það geymist lengur)

Best er að geyma smjörið í loftþéttu íláti 🙂