Það sem þarf: 

550g hveiti

170g sykur

1 tsk lyftiduft

1 tsk hjartarsalt

1/2 tsk salt

50g bráðið smjör

2,5 dl AB mjólk

2 tsk vanilludropar

2 tsk kanill

1 tsk engifer

1 tsk negull

Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr

2-3 kubbar palmín feiti

Aðferð: 

  1. Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál, setjið svo rest saman við og hrærið varlega.
  2. Takið svo deigið út þar til það hættir að loða við hendur og borð
  3. Fletjið deigið út þar til það verður um tæpur sentímeter á þykkt
  4. Skerið í tígla með kleinujárni eða pizzaskera. Skerið gat í miðju og snúið í kleinu.
  5. Bræðið palmín feitina og hitið að 180°C, hægt er að nota sykur hitamæli sem ég festi á þykkbotna steypujárnspott
  6. Steikið 4-5 kleinur í einu, ef þið setjið of margar í einu kólnar feitin of mikið
  7. Veiðið kleinurnar upp úr með fiskispaða og leggið á eldhúspappír sem settur hefur verið í fat.
  8. Setjið kanilsykur á djúpan disk og veltið heitum kleinunum, einni í einu upp úr sykrinum