Þessa uppskrift af kaldri fetaostsídýfu gerði Valgerður hjá GulurRauðurGrænn&Salt fyrir okkur og er bæði einföld og ótrúlega góð. Eins og hún orðar það þá passa sítrónan og dillið sérlega vel saman með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Uppskrift af grilluðu crostini fylgir með en það passar fullkomnlega vel með en gott að hafa saltkex, ostakex eða annað með.

Myndir og uppskrift, Valgerður: https://grgs.is/recipe/kold-fetaidyfa-med-grilludu-osta-crostini/

Hráefni sem þú þarft: 

1 krukka salatfeti

1/2 bolli hrein grísk jógúrt

100 g hreinn rjómaostur

1/4 bolli ólífuolía

Safi og börkur af 1/2 sítrónu

1/2 tsk chilli flögur

Klípa af sjávarsalti

1 msk saxað ferskt dill

Skreytt með saxaðri gúrku og kirsuberjatómötum í bitum

Aðferð: 

  1. Sigtið olíuna frá fetaostinum og sleppið sem mestu af lauknum og rósapiparnum
  2. Setjið fetaostinn í skál ásamt jógúrtinni, rjómaosti, ólífuolíunni, sítrónuberinum, sítrónusafanum og þeytið vel með handþeytara
  3. Kryddið með chilli, salti og dilli
  4. Setjið ídýfuna í skál og skreytið með söxuðu grænmetinu
  5. Berið fram með grilluðu crostini

CROSTINI

1 snittubrauð skorið skáhallt í sneiðar
Mjúkt smjör
Rifinn Mozzarella með hvítlauk frá Örnu
Smyrjið sneiðarnar með smjörinu og setjið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír. Stráið mozzarella osti yfir. Stillið á grillið í ofninum og grillið þar til osturinn er orðinn gylltur, fylgist vel með.