Þessi holla útgáfa af bananasplitti er tilvalin á morgunverðarborðið eða fyrir dögurðinn.

Ath, uppskriftin miðast við tvö splitt.

Myndband af þessari uppskrift er að finna á youtube rás Örnu mjólkurvinnslu https://youtu.be/D66Jie4d-oQ

Hráefni: 

2 stk bananar, afhýddir og skornir í tvennt (langsum)

6 msk kókos skyr frá Örnu (2 dósir)

2 msk granóla

Brómber og myntulauf til skreytingar


Aðferð:

  1. Skerið banana langsum í tvennt og raðið helmingunum saman.
  2. Setjið 3 msk af kókos skyri á hvern banana.
  3. Setjið 1 msk af granóla á hvern banana.
  4. Skreytið með brómberjum og myntulaufum.

Uppskrift og myndir: Linda Ben fyrir Örnu mjólkurvinnslu : http://lindaben.is/recipes/morgun-kokos-bananasplitt-myndband/