Hjá mörgum er ris a l´amande eða eins og við köllum hann, möndlugrauturinn alveg ómissandi hluti af jólunum. Þessi uppskrift frá henni Völlu er einföld sem allir geta leikið eftir og með henni fylgja uppskriftir af þremur mismunandi sósum sem fara vel með möndlugrautnum, vilji fólk breyta til frá kirsuberjasósunni 🙂

Það sem þarf:

200 g. hrísgrjón

400 ml. vatn

1 l. nýmjólk

1 msk. vanilludropar

100 g. sykur

1/2 tsk salt

150 g. möndluflögur

500 ml. rjómi

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2 mín og setjið þau svo í sigti og skolið undir kaldri vantsbunu. Setjið grjónin aftur í pottinn ásamt sykri, salti, mjólk, vanillustöng og vanilludropum. Sjóðið rólega þar til úr verður þykkur grautur eða í 50-60 mín.
  2. Kælið grautinn vel
  3. Þeytið rjómann og blandið saman við grautinn. Bætið möndluflögum saman við og hrærið varlega.

Hindberjasósa:

Það sem þarf:

200 g. hindber frosin

2 dl. vatn

100 g. sykur

1 msk. kartöflumjöl blandað saman við 1 msk. vatn

Aðferð:

Setjið allt nema kartöflumjöl í pott og sjóðið saman í c.a. 15 mín. Þykkið með kartöflumjölinu

Súkkulaði karamellusósa

Það sem þarf:

200 g. demerara sykur

90 g. smjör

120 ml. rjómi

50-100 g. suðursúkkulaði, magn eftir smekk

1/2 tsk sjávarsalt

Aðferð:

Bræðið sykurinn við miðlungs hita. Hrærið stöðugt í svo sykurinn brenni ekki, þetta getur tekið nokkra stund. Þegar sykurinn er bráðinn bætið þá smjöri út í og hrærið kröftulega með písk þar til þetta er samlagað. Bætið rjómanum þá út í og hrærið áfram. Slökkvið undir pottinum og bætið þá súkkulaði og salti saman við. Setjið strax í krukku.

Saltkaramellusósa

Það sem þarf:

200 g. sykur

90 g. smjör

120 ml. rjómi

1 tsk sjávarsalt

Aðferð:

Setjið sykurinn í háan þykkbotna pott og bræðið varlega, hrærið stöðugt í. Þegar sykurinn er bráðinn hrærið þið smjörið saman við með písk. Þegar blandan er samlöguð bætið þið rjómanum út í og hrærið kröftulega. Bætið sjávarsalti að síðustu saman við og setjið í krukku.