Kirsuberja skyrterta með brownie botni

Brownie botn

Það sem þarf:
115 g smjör (smjörlíki)
1 og 3/4 dl súkkulaði
2 og 1/3 dl sykur
2 egg
60 ml mjólk frá Örnu
2 og 1/3 dl hveiti

Aðferð:
1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
2. Smyrjið 22 cm smelluform.
3. Bræðið saman smjör/smjörlíki og súkkulaði í potti yfir lágum hita.
4. Slökkvið á hitanum og hellið sykrinum út í blönduna, hrærið reglulega í og látið kólna svolítið (5-10 mín)
5. Blandið saman mjólk og eggjum. Hellið saman við súkkulaði-smjör blöndunni og hrærið vel.
6. Blandið hveitinu varlega saman við og hellið í formið. Bakið í 25 mín.
7. Kælið botninn fullkomnlega áður en skyrfyllingin er sett ofan á.

Kirsuberja skyrfylling

Það sem þarf:
400 g kirsuberjaskyr frá Örnu
3 dl rjómi frá Örnu
2 msk flórsykur

Aðferð:
1. Þeytið rjómann og bætið út í hann flórsykrinum.
2. Hrærið skyrinu varlega saman við. Hellið blöndunni í smelluformið. Setjið kökuna í ísskáp og látið hana kólna í minnst 3 klst eða yfir nótt. Kökuna er einnig hægt að frysta.

Uppskrift og myndir: Linda Ben.